top of page
Ferlið – frá hugmynd til heimilis!

 

Að byggja sér hús kostar og tekur tíma og skipulagningu en í mörgum tilfellum getur verið hagstæðara að byggja en að velja aðra kosti. Það er samt að ýmsu að hyggja og til að gera ferlið sem skemmtilegast þá er ágætt að vita hvað til þarf.

​

Fyrst eru nokkrar spurningar sem þarf að spyrja sig

  • Hvernig hús, hve mörg herbergi, bílskúr sambyggður eða ekki, ein eða tvær hæðir, sérstakar óskir?

  • Hvar á að byggja, er laus lóð,  eru kvaðir um ákveðið útlit eða annað á viðkomandi lóð?

  • Þarf að huga sérstaklega að útsýni, sól, aðkomu eða öðru við hönnun hússins?

  • Fjármögnun, framkvæmd og framkvæmdartími? Eigið fjárframlag og mögulega aðstoð fjölskyldu?

  • Hverjir gætu framkvæmt verkið og hvenær?

 

Hvað næst?

  • Hafa samband við Belkod og fara yfir hugmyndina.

  • Tala við fjármögnunaraðila um mögulega fjármögnun.

  • Finna réttu lóðina og jafnvel sækja um hana á þessu stigi.

  • Útfæra teikningu af rétta húsinu með aðstoð Belkod og ákveða búnað og efni.

  • Fá (for)verðtilboð frá Belkod í húsið, og mögulega allt efni og búnað, afhent á byggingarstað.

  • Gera kostnaðaráætlun.

 

Allt ákveðið?

  • Útfæra betur hugmyndir og hvaða búnaður á að fylgja.

  • Fá uppfært verðtilboð ef þörf er á.

  • Vera með staðfestingu á lóð.

  • Gera samning við Belkod um kaup á húsnæðinu (1. greiðsla til Belkod er 5% af heildarverði)

 

Framkvæmdin

  • Belkod klárar hönnun og gerir allar teikningar.

  • Teikningum skilað inn til viðkomandi byggingafulltrúa og fengin heimild fyrir byggingunni og síðan framkvæmdum.

  • Belkod staðfestir pöntun á húsinu hjá Mjöbäcks (2. greiðsla til Belkod 50% af heildarverði).

  • Belkod staðfestir einnig pöntun hjá Legalett á sökkulkerfi og hitakerfi ef það er valið.

  • Ef húsið tengist ekki fráveitukerfi bæjarfélags, þarf að ákveða fyrirkomulag og er Jets fráveitukerfið þá góður valkostur.

  • Framkvæmdir við lóð hefjast og enda í sléttum „púða“ undir sökkul og plötu skv. teikningum og með fráveitulögnum, inntakslögnum og öðrum lögnum sem mögulega þarf að koma fyrir.

  • Sótt er um heimtaugar hjá viðkomandi veitum (rafmagn, heitt vatn, kalt vatn, fjarskipti)

  • Framkvæmdir hefjast við sökkuleiningar og plötuplast, ásamt hitakerfi, járni og lögnum

  • Húsið er afhent í verksmiðju Mjöbäcks (3. greiðsla til Belkod 40% af heildarverði).

  • Platan/sökklar steyptir í einni steypu.

  • Veggeiningar ásamt öðru efni kemur á byggingarstað.

  • Einingar settar upp og húsinu lokað.  Hér þarf kranabíl og 3-4 aðila við að setja upp húsið.

  • Framkvæmdir inni geta hafist og þar sem mest allt efni er á byggingarstað að þá má vinna hörðum höndum (eða í rólegheitum) í að fullklára húsið.

  • Framkvæmdir við lóð geta í raun hafist hvenær sem er

  • Mála þarf húsið (útiklæðninguna) síðustu umferð eftir reisingu. Hægt er að velja aðra klæðningu ef þess er óskað.

  • Síðasta greiðsla af húsinu (4. Greiðsla til Belkod 60 dögum eftir afhendingu á byggingarstað, 5% af heildarverði)

  • Húsið er tekið út af byggingarfulltrúa og allt er klárt!

 

Umsóknir:

  • Umsókn um lóð

  • Umsókn um byggingarleyfi

  • Sölusamningur við Belkod

  • Umsókn um heimtaugar

 

Greiðslur

  • Sveitarfélagið

  • Veitufyrirtæki

  • Belkod

  • Hönnuðir (ef aðrir en Belkod)

  • Verktakar og tæki (t.d. krani, vinnupallar)

 

Samskipti

  • Belkod

  • Byggingarfulltrúi (Belkod getur aðstoðað)

  • Veitufyrirtæki (Belkod getur aðstoðað)

  • Verktakar (Belkod getur aðstoðað)

bottom of page