top of page

-Skilalýsing #1
Belkod
Hvað fylgir með?

Belkod býður eingöngu upp á gæða vörur sem valdar eru m.t.t. gæða og endingar en ekki verðs. Í flestum tilfellum eru vörurnar framleiddar eða hannaðar af sænskum framleiðendum.

Þetta fylgir með í pakkanum
Skilalýsing - #1

 

ÚTVEGGIR - Einingar
Timburklæðning, L
ockpanel 22x120+22x120mm, grunnuð og máluð, litur hvítur NCS-S0502-Y). Liggjandi 28x70mm lektur, vindpappi, 30mm ytri einangrunar-plata, 170mm burðarviki með einangrun, 0,2mm rakasperra, 45mm liggjandi lagnagrin, OSB og 13mm gifsplötur. Hámarkslengd útveggjaeininga er 6,5m.

INNVEGGIR
Grind er 45x70mm, OSB og 13mm gips á hvorri hlið. 45mm einangrun í alla veggi. Veggur á milli bílskúrs og íbúðar er EI60. Allt efni í innveggi er afhent ósamansett.

LOFT

Klætt er neðan í kraftsperrur. 0,2mm rakasperra 45mm lagnagrind, og 13mm hefðbundið gips.  Lofthæð 2500mm. Innfelldur, niðurdraganlegur stigi af loftinu. Í uppteknum loftum er einangrað á milli sperra, lektað og klætt á sama hátt.

ÞAK - og fylgihlutir
Kraftsperrur eru afhentar samsettar í flestum tilfellum. 300mm einangrun með pappa, 3mm vír (300cc).

Þakpappi, áfellur, 22mm panell, þakkantur og panell þar undir. Þakrennur, niðurföll, allar áfellur og þaktúður. Ath. þakjárn er ekki innifalið.

GLUGGAR OG SVALAHURÐ
Gluggar eru Traryd Optimal, timbur/ál með þreföldu gleri. Einangrunargildið U=1,1 í föstum gluggum og 1,2 á opnanlegum gluggum. Gluggar í baðherbergjum eru með frostuðu gleri. Vatnsbretti eru hvítar blikkáfellur, með þöggunarteipi að neðanverðu.
Franskir gluggar eru ekki innifaldir í verði.

ÚTIHURÐIR
Aðalinngangur; 
Lejonet eða Tvillingarna. Hægt að fá með gleri (ólitað), 1000x2200 mm.
Þvottahús inngangur; 
Lejonet eða Tvillingarna. Hægt að fá með gleri (ólitað), 1100x2200 mm.
Hurðarhúnar eru af gerðinni Hoppe 1140 Stockholm og Assa 2002 læsing.

INNIHURÐIR
Swedoor style 03, hvít. Hurðarhúnn úr áli af gerð, Ibiza 1171. Karmar með þéttilista. 

LOFTRÆSING

Í öllum rýmum, nema baðherbergjum er loftræsirist. Í baðherbergjum er útloftunarvifta.

ALMENNT
Efni sem ekki er upptalið hér er ekki innifalið. Húsunum sem eru undir Hagstæðustu húsin á heimasíðunni má spegla án viðbótarkostnaðar. Allar aðrar breytingar sem gerðar verða eru á kostnað kaupanda og munu verð uppfærast eftir því. Það efni og tæki sem ekki er fáanlegt lengur er skipt út fyrir sambærilega vöru. Engin rannsóknarvinna, jarðvegsskipti eða frágangur á púða undir plötuna er innifalið.

FLUTNINGUR
Verðið miðast við afhendingu úr verksmiðju í Svíþjóð, en kaupandi getur notið hagstæðra kjara Belkod hjá íslenskum flutningsaðila.

Gera þarf ráð fyrir góðu plássi fyrir fleti og gáma og gott aðgengi fyrir flutningabíla/krana.  Einnig þarf að huga að þeim tíma sem þarf að hafa fleti/gáma á byggingarstað.  Römmum undir útveggi og ströppum þarf að skila skv. nánari útlistun í sölusamningi.

Athugið að upptalningin hér á undan er ekki tæmandi og er til viðmiðunar og upplýsingagjafar.

Miðað er við að húsið komi á mjög sléttan og rétt þjappaðan púða.

Við hönnun þarf að taka tillit til hvort húsið tengist hitaveitukerfi eða ekki.

Lagnaefni fylgir ekki með húsunum og ekki fráveitulagnir.

Raflagnaefni fylgir ekki með húsunum.

Engin málning fylgir með né sparsl eða borðar og tengt efni.

Engir vinnu- eða tækjaliðir eru í tilboðinu aðrir en vegna hönnunar og teikninga og smíði eininganna.

Húsið þarf að mála eina umferð að utan eftir að það hefur verið reist. Upplýsingar um grunn og málningu sem fyrir er á húsinu er að finna í fylgigögnum.

Festiefni fyrir burðarvirki hússins er innifalið í verðinu skv. magntöku frá framleiðanda. Í einhverjum tilfellum gæti magn einstakra hluta verið of- eða vantalið. Vanti mögulega eitthvað festiefni útvegar kaupandi það.

FYRIRVARAR

Verð á heimasíðu geta breyst vegna breytinga á gengi og verðhækkana erlendis.

Við sölusamning er verðið fest við gengi ISK/SEK viðkomandi dags og greiðslur taka svo mið af gengisbreytingum.

Fyrirvari er gerður um villur í texta.

Hér fyrir neðan er upptalning á standard búnaði og vísar tengill á viðkomandi vöru. Á heimasíðu framleiðandans má finna annan búnað sem hægt er að velja í samráði við Belkod.

 

Ath. Það er ekki víst að tengillinn vísi nákvæmlega á þá vöru sem við á eða í réttum lit.

Útihurðir frá Nordan

Stærð 110x220 cm, hvítmálaðar og er val um hurð með gleri eða án. Þeim fylgja ASSA skrár ásamt cylinder.

Innihurðir frá Swedoor

Hurðirnar eru hvítar með krómuðum handföngum. Hér er miðað við standard hurðina Style 03.

Gluggar frá Traryd

Optimal glugginn er úr timbri með hvítri álklæðningu að utan, og þreföldu gleri.

bottom of page