top of page

HEIMILIÐ ÞITT
- FRÍÐA

FRÍÐa

Smelltu hér til að Sjá hvað vinsælt er að fá með húsinu.
Fríða - Skilalýsing #2

Fríða er annað húsið sem Belkod býður í flokknum standard* hús. Fríða er vel skipulagt og hentar barnafjölskyldum sérstaklega vel en einnig pörum og einstaklingum. Eldhús og stofa liggja saman í opnu og björtu rými og svefnherbergi eru í öðrum endanum ásamt snyrtingu. Stórt hjónaherbergið er með fataherbergi. Tvö herbergi eru þannig hönnuð að taka má burtu vegg og útbúa þannig eitt stórt svefnherbergi eða sjónvarpsherbergi til viðbótar við sjónvarpsrými sem er í miðri íbúðinni. Innangengt er í þvottahús úr alrými og þaðan í bílskúr. 

 

Fríða er eitt umhverfisvænasta húsið á Íslandi í dag!

bottom of page