top of page

-Efni og búnaður húsanna frá Belkod

Belkod í samstarfi við sænska einingahúsaframleiðandann Mjöbacksvillan býður upp á heildarlausnir í húsbyggingum. Allt timbur í húsin kemur frá norður- eða miðhluta Svíþjóðar og klæðning er í öllum tilfellum frá norðurhlutanum þar sem spretta trjáa er hægari og viðurinn því harðari og sterkari en ella. Hægt er að fá húsin frá Belkod afhent á ýmsum stigum, allt frá einungis útveggjum ásamt þaki upp í pakka sem inniheldur hús með öllum tækjum og búnaði. Öll gólfefni, málning, lýsing, hreinlætis- og heimilistæki, s.s. helluborð, ofn, viftu, ísskáp, örbylgjuofn, þvottavél og þurrkara.​

Belkod býður eingöngu upp á gæða vörur sem valdar eru m.t.t. gæða og endingar en ekki verðs. Í flestum tilfellum eru vörurnar framleiddar eða hannaðar af sænskum framleiðendum.

- Gluggar frá Traryd

- Útihurðir frá Nordan

- Innihurðir frá Swedoor

- Baðinnréttingar frá Svedbergs

- Hreinlætistæki frá Gustavsberg

- Heimilistæki frá Cylinda

- Lampar og lýsing frá Designlight

Allt efni, tæki og búnaður afhendist á byggingarstað. Fullbúið hús á að geta risið innan árs frá því fyrstu hugmyndir um byggingu verða til.

Belkod getur boðið upp á flestar gerðir húsa; einbýlishús, fjölbýlishús, sumarbústaði og atvinnuhúsnæði.

Útveggir (utan og inn)

-  Standandi eða liggjandi timburklæðning. Hægt er að setja nánast alla klæðningu á húsin, sé þess óskað.

- Loftunargrind 28*70 .

-  Vindpappi.

-  Einangrun 30mm.

-  45X170mm fulleinangraður burðarveggur. Fjarlægð á milli uppistöðu er mismunandi en almennt c/c 600.

-  0,2mm rakavarnarlag eða rakavarnardúkur

   Rakavarnarlag kemur á alla útveggi nema á baðherbergi þar er settur sérstakur rakavarnardúkur sem lágmarkar líkur á myglumyndun.

-  Loftunarrist ofarlega í útveggjum sem dregur úr og lágmarkar hættu á rakaþéttingu í húsinu og eykur loftskipti.

-  45X45mm lagnagrind.

 

Eftir uppsetningu

-  OSB plata 11,5mm

-  Gifsklæðning 12,5mm

-  Sparsl og málning

Innveggir

-  Gifsklæðning 12,5mm

-  OSB plata 11,5mm

-  Timburgrind 45X70mm, en þessi þykkt getur breyst eftir aðstæðum:   

-  Þar sem aukin burður þarf að vera
-  Þar sem er aukin eldvarnarkrafa
-  Þar sem hæð veggjanna fer yfir ákveðin mörk
-  Þar sem rafmagnstafla þarf að vera

-  45mm einangrunarlag

-  OSB plata 11,5mm

-  Gifsklæðning 12,5mm

Þakeiningar (ofan frá og niður)

-  Aluzink 0,6mm.

-  Þakpappi  af gerðinni YEP700.

-  22mm nótaður fleki

-  Kraftsperrur (c/c 600mm, til að auðvelda loftafrágang.

-  Laus einangrun 360mm þykk með vindpappa ofaná

-  0,2mm rakavarnarlag

-  45X70mm lagnagrind

-  12,5mm nótuð gifsplata

Gluggar og hurðir

-  Gluggarefni ál/tré með útopnun
-  Grunnlitur á gluggum er hvítur að utan sem innan
-  Gler er þrefalt

Við gerð tilboða þar sem óskað ef eftir fullbúnu húsi er gengið út frá standard efni, búnaði og tækjum sem er í öllum tilfellum í miklum gæðum. Á síðari stigum er að breyta til, sem gæti komið til lækkunar eða hækkunar á heildarverði.

 

Hér fyrir neðan er upptalning á standard búnaði og vísar tengill á viðkomandi vöru. Á heimasíðu framleiðandans má svo finna annan búnað sem má velja um eða þá að vísað er í aðrar vörur sem hægt er að velja um.

 

Ath. Það er ekki víst að tengillinn vísi beint á viðkomandi vöru eða t.d. sama lit.

Útihurðir frá Nordan

Stærð 110x220 cm, hvítmálaðar og er val um hurð með gleri eða án. Þeim fylgja ASSA skrár ásamt cylinder.

Innihurðir frá Swedoor

Hurðirnar eru hvítar með krómuðum handföngum. Hér er miðað við standard hurðina Style 03.

Gluggar frá Traryd.

Optimal glugginn er úr timbri með hvítri álklæðningu að utan, og þreföldu gleri. U-gildi gluggans er 1,0.

innréttingar og skápar
Eldhúsinnrétting

Hvítar innréttingar með borðplötu og vaski

Fataskápar

Fataskápar eru hvítir.

Baðinnrétting

Baðinnréttingin heitir Forma

Blöndunartæki

Blöndunartækin eru frá Gustavsberg og af gerðinni Nautic

Lýsing

Í rýmum húsanna er innfelld LED-lýsing frá Designlight (nema í bílskúr). Í þakskyggni er einnig innfeld LED-lýsing, miðað við raflagnateikningu frá Belkod. Sé annar hönnuður að þá þarf að taka mið af því sérstaklega.

Heimilistæki frá Cylinda

Miðað er við hvít tæki í miklum gæðum. Innifalið er spanhelluborð (svart), ofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, ísskápur/frystir, vifta, þvottavél og þurrkari.

parket

Parket er 13mm 3ja stafa lökkuð Eik frá Boen.
Einnig er hægt að velja gólfefni frá Tarkett.

Flísar frá Konradssons

Ef flísar fylgja með í verðtilboði að þá er reiknað með smekklegum flísum á gólf í votrýmum og á veggi á baði og á milli skápa í eldhúsi.

E2_185_3D.png
E1_105_3D.png
E1_198_3D.png
P1_79_3D.png
E1_191_3D.png
E2_254_3D.png
bottom of page