NÝJAR OG HAGKVÆMAR LAUSNIR FYRIR VERKTAKA, HÚSBYGGJENDUR & HÚS- OG ÍBÚÐAEIGENDUR
Verkefni
Stefna Belkod:
Belkod ætlar að bjóða gæða vöru og þjónustu á íslenskum byggingamarkaði á samkeppnishæfu verði.
Belkod heitir því að starfa að heilindum og með orðspor fyrirtækisins í fyrirrúmi.
Mjöbacks Húsin
Grindareiningar
Mikið ÚRVAL AF FORHÖNNUÐUM HÚSUM SEM HÆGT ER AÐ BREYTA EFTIR ÓSKUM HVERS OG EINS
Smelltu á borðann fyrir hagstæðustu Belkod húsin
Belkod veitir ráðgjöf um val á húsi m.t.t. staðsetningar og lóðar og hannar og teiknar bygginga- og lagnateikningar og skilar þeim inn til byggingarfulltrúa. Belkod er í samstarfi við sænska einingahúsaframleiðandann Mjöbacksvillan og býður upp á heildarlausnir í afhendingu á húsum.
Athugið að hægt er að gera breytingar á öllum teikningum að ósk viðskiptavina. Uppgefnir fermetrar á teikningum í Svíþjóð eru að jafnaði um 12-15% færri en á Íslandi.
NÝJASTA Mjöbacks Húsið
Skogsgläntan
Þetta skemmtilega hús í hlöðustíl, alls um 200m2, er nýjasta húsið frá framleiðendum Belkod húsanna. Húsinu er skipt í opið stofusvæði með eldhúsi, alls 52 m2 og svefnálmu fyrir börnin eða gestina sem samanstendur af þremur stórum svefnherbergjum, setustofu/sjónvarpsherbergi og nálægð við baðherbergi. Í hinum endanum er stórt hjónaherbergi með sér baði og tilheyrandi fataherbergi. Bratt þakið með uppteknu lofti gefur innra rými hússins skemmtilegan stíl.
Sérstaklega skemmtilegt og töff hús fyrir sveitir, borg og bæi.
Að sjálfsögðu má svo fækka herbergjum eða breyta innra skipulagi hússins eftir þínum óskum.
BELKOD
Húsin
Grindareiningar
Ef þú finnur ekki draumahúsið þá búum við það til saman.
Belkod veitir ráðgjöf hjálpar þér að hanna draumahúsið frá grunni m.t.t. staðsetningar og lóðar. Við fullklárum hönnun, bygginga- og lagnateikningar og skilum þeim inn til byggingarfulltrúa.
Belkodhúsin eru framleidd af sænska einingahúsaframleiðandanum Mjöbacksvillan.
Frá fyrstu skóflustungu
til fyrstu kvöldmáltíðarinnar
á 4 mánuðum
Dæmi um verkferli og tímafjölda á Mjöbacks Grindar-einingarhúsi frá belkod
Í Mývatnssveit var nýlega reist glæsilegt 191 fermetra einbýlishús frá Belkod. Við óskuðum eftir því við eigendur að þeir myndu deila með okkur ferlinu með tilliti til verkferli og tímafjölda iðnaðarmanna.
Hér má sjá niðurstöðuna
SÖDRA
Húsin
CLT einingar
Hentug lausn fyrir sérbýli, minni eða
stærri fjölbýli og iðnaðar og verslunarhúsnæði
CLT timbureiningar njóta sífellt meiri vinsælda um allan heim og nú býður BELKOD upp á CLT einingar frá Södra í Svíþjóð. Södra framleiða sjálfir timbur í allar sínar einingar og fylgja ströngum reglum um náttúruvernd og gæði. CLT einingarnar frá Södra eru þær umhverfisvænstu á Íslandi.
CLT einingar er hagkvæm, fljótleg og vistvæn leið fyrir minni og stærri byggingar. CLT einingar er traustur byggingamáti sem meðal annars er nýttur til bygginga háhýsa víða um Evrópu.
Krosslímdu timbureiningarnar koma tilsniðnar og tilbúnar til uppsetningar til viðskiptavinar á verkstað. Þegar einingarnar hafa verið reistar eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með klæðningu að eigin vali. Inn- og útveggi má klæða með gipsplötum eða öðru efni beint á einingarnar þar sem lagnir eru fræstar í einingarnar.
CLT einingarnar frá södra eru þær umhverfisvænstu á íslandi
Sökkulkerfin
frá legalett
Sökkulkerfi og gólfplata, steypt í einni steypu, með eða án gólfhitakerfis. Örugg, fljótlegri og hagkvæmari leið fyrir húsbyggjendur.
Leglett sökkulkerfið er lagt ofan á þjappaðan og sléttan jarðvegspúða. Sökkulveggir legalett sökkulkerfisins eru með múrhúð að utanverðu og því fullfrágengnir. Þegar búið er að raða upp sökkulveggjunum, skv. leiðbeiningum framleiðanda, þá er sökkulplastinu raðað inn í sökkulinn. Það er því ekki þörf á að jarðvegsfylla og þjappa undir plötuna. Forsniðin járnabinding er því næst sett í sökkulveggina og vatns- og raflagnir eru skornar í plastið á fljótlegan hátt og að lokum er gólfhitakerfið og forsniðin járnabinding í plötuna sett niður.
Það má áætla að það taki 4 viðeigandi fagmenn um viku að setja niður sökkul- og plötukerfið, raf- og pípulagnir ásamt gólfhitakerfi og steypuvinnu fyrir ca. 200m2 hús á einni hæð.
Salernis- og fráveitukerfi
frá jets
-
Náttúruvænt
-
Allt að 90% minni vatnsnotkun
-
Enginn úði eftir sturtun
-
lágmarkar hættu á smitsjúkdómum
Jets fráveitukerfið er einstaklega umhverfisvænt og hagkvæmt. Það er hægt að nota fyrir heimilið, bústaðinn, afskekkta ferðamannastaði, hótel og byggingar í öllum stærðum og gerðum.
Einnig er Jets kerfið mikið notað í skipum og farartækjum.
Jets sogklósettkerfi má hæglega setja upp þar sem aðgengi að rafmagni og/eða vatni er ekki til staðar. Þá vinnur kerfið á batteríi og sólarsellu. Kerfið notar mjög lítið vatn í hvert skol, og þarf í raun ekki nema nokkra desilítra. Af þeim sökum þarf heldur ekki stóra safntanka.
Aukning á notkun á Jets kerfum hefur aukist gríðarlega í Noregi og Svíþjóð undanfarið og skipa þar umhverfismál, einfaldleiki og rekstraröryggi stóran sess. Jets kerfið varð svo fyrir valinu m.a. í Mývatnssveit vegna ítarlegra krafna um að fráveitumál þar séu eins og best verður á kosið.
RafmagnsvöruR
& LÝSING
FRÁ HÁGÆÐA FRAMLEIÐENDUM
Belkod getur boðið viðskiptavinum sínum lampa og stýribúnað sem í flestum tilfellum er framleiddur í Svíþjóð eða af sænskum aðilum.
Svíar eru mjög framarlega hvað varðar umhverfismál og leggja mikið upp úr gæðum lampa og lýsingar ásamt því að stuðla að orkusparnaði með réttu vali á perum ásamt ýmsum stýringum, hvort heldur er viðveru- hreyfi- eða birtustýring. LED lampar og stýring er algjörlega ráðandi hvað þetta varðar.
Belkod hefur umboð frá nokkrum framleiðendum á lömpum, perum og stýribúnaði til sölu á Íslandi. Má hér nefna Designlight, Malmbergs, CEBE, Miljöbelysning og Plejd. Belkod býður allar gerðir lampa, til heimila og fyrirtækja, inni og úti!
Belkod er einnig með til sölu „útskiptanlegar“ LED perur í stað orkufrekari og óhagstæðari pera. Er hér aðallega horft til útilýsingar s.s. götu- og svæðalýsingar. Einnig er boðið upp á perur til að koma í stað sparpera sem algengar eru í stigahúsum, á göngum í fjölbýli og stofnunum og víðar.
Þessar lausnir eru mjög hagkvæmar þar sem hægt er að nota eldri lampa áfram og nýjar perur eru með margra ára endingu, mun betri, meiri lýsingu og í mörgum tilfellum stýranlegar.
Allar vörur eru afhentar kaupanda án sérstaks sendingarkostnaðar.
Það borgar sig að skipta út gömlu flúrperunum og setja í staðinn LED tubes frá Belkod. Í Excel-skjalinu hér fyrir neðan getur þú fengið útreikning á því hver sparnaðurinn er við útskiptin.
Smelltu á lógóin og skoðaðu vöruval framleiðanda!
Afar vönduð smáhýsi og Gestahús frá sænska framleiðandanum Grästorpstugan
Belkod ehf flytur inn hágæða smáhýsi og gestahús frá Grästorpstugan á góðu verði. Grästorpstugan er sænskt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu og þekkingu og er með mikið úrval af húsum.
Hér til hliðar má sjá verð á Vitstipan, húsið er 15fm og hægt að fá í mismunandi útfærslum. Verðið sem gefið er upp, er verð með flutningi til landsins.
Á heimasíðu Grästorpstugan er hægt að nálgast frekari upplýsingar um húsin, sjá teikningar og fleira. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
SLÁTTUVÉLAR-RÓBÓTAR
Fáðu þér sláttuvélarróbót og þú þarft aldrei að slá og fara með grasið og aldrei að skutlast og kaupa bensín. Njóttu frekar góða veðursins þegar það lætur sjá sig og gerðu það sem þig langar að gera á meðan Robomow sér um sláttinn.
Lóðin er alltaf nýslegin og þú þarft aldrei að raka, þar sem smáir grastopparnir sem klippast af fara ofan í svörðinn. Þú setur róbótann út að vori, stillir slátturtíma, svo þarftu bara að muna eftir að koma honum í skjól fyrir veturinn.
Hafðu samband við okkur og við förum yfir með þér hvaða týpa hentar best og annað sem skiptir máli.
Belkod - lausnir fyrir þig.
Robomow RT700
Árg. 2021
Útsala: 149.000
Robomow RK1000
Árg. 2021
Útsala: 219.000
Almennt
Ráðlögð hámarksstærð á grasflöt
Hleðslustöð
Yfirbygging fyrir hleðslustöð
Afmörkunarvír og hælar
Tegund sláttumótors
Þjófavörn
Rafhlaða og orkunotkun
Tegund rafhlöðu
Sláttutími á einni hleðslu
Hleðslutími
Orkunotkun
Sláttur
Slátturbreidd
Sláttuhæð
Hámarks halli
Kantklipping
Sláttutíðni
Tengimöguleikar
Bluetooth
Robomow App
Raddskipun (Alexa)
Find My Robomow (SIM, GPS)
700 m² eða minni
Fylgir
Hægt að kaupa aukalega
Fylgir
DC Brush
Já
Li-Ion - 10,2 Ah
90 mínútur
3 klst.
14 kWh /á mánuði
18 cm
15-60 mm
30% (16,5°)
Nei
Stillanleg
Já
Já
Nei
Já
1000 m² eða minni
Fylgir
Hægt að kaupa aukalega
Fylgir
DC Brushless
Já
Li-Ion, 18,15V - 2,8 Ah
50-60 mínútur
1-2 klst.
2,8 kWh /á mánuði
21 cm
21-100 mm
45% (24°)
Já
Stillanleg
Já
já
Nei
Nei
Robomow RS615u
Árg. 2020
Útsala:279.000
1.600 m² eða minni
Fylgir
Hægt að kaupa aukalega
Fylgir
DC Brush
Já
26V Lithium - LiFePO4 - 4,5Ah
55-70 mínútur
90-110 mínútur
22 kWh /á mánuði
56 cm
20-80 mm
36% (20°)
Já
Stillanleg
Já
já
Nei
Nei
Allt sem þú vilt vita um Belkod
Belkod er tvö félög, Belkod AB sem starfar í Svíþjóð og Belkod ehf. sem starfar á Íslandi. Félögin starfa sem eitt en þó þannig að sænska félagið starfar á sænska markaðinum og er í samskiptum við framleiðendur og birgja. Á Íslandi er íslenska félagið sem veitir ráðgjöf og selur vöru og þjónustu til sinna viðskiptavina sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki.
Umhverfismál
Belkod tekur umhverfismál alvarlega og tekur ávallt mið af þeim varðandi hönnun og efnisval, m.a. með því að stuðla að minnkandi orkunotkun. Því hefur Belkod einungis samstarf og viðskipti við trausta aðila sem selja gæðavörur og/eða þjónustu.
Stefna Belkod:
Belkod ætlar að bjóða gæða vöru og þjónustu á íslenskum byggingamarkaði á samkeppnishæfu verði.
Belkod heitir því að starfa að heilindum og með orðspor fyrirtækisins í fyrirrúmi.
Viðskiptastjóri
Bjarki Baldvinsson
Netfang: bjarki@belkod.is
Simi: 845 0585
Verkefnastjóri
Brynhildur Gísladóttir
Netfang: binna@belkod.is
Simi: 842 1972
Sími, Svíþjóð: 0046 76 836 7504
Framkvæmdastjóri
Höskuldur Skúli Hallgrímsson
Netfang: hsh@belkod.is
Sími: 844 1969
Sími, Svíþjóð: 0046 76 836 7530
Verkefnastjórn og hönnun
Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson
Netfang: ragnar@belkod.is
Sími: 611 2594
Sími: Svíþjóð: 0046 70 592 6091