top of page

KOMINN TÍMI Á FRÁRENNSLISMÁLIN?

Jets_Logo.png

Jets sogsalernis- og fráveitukerfið er umhverfisvæn og hagkvæm lausn sem hentar vel þar sem taka á tillit til umhverfismála og eða þar sem aðgengi að vatni er takmarkað. Kerfið hentar sérstaklega vel í sumarbústaðabyggðum og á heimilum þar sem fráveitukerfi er ekki til staðar. Safntankar sogsalerniskerfanna koma í staðinn fyrir rotþrær og siturlagnakerfi.

Umhverfisvænt
og hagkvæmt

Jets sogsalernis- og frá­veitukerfið var meðal annars valið í nýja þjónustu­miðstöð á Þingvöllum vegna hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiða.

Mun minni vatnsnotkun

Hefðbundin salerni nota um 7-8 lítra í hverja skolun. Jets salernin nota um 1 líter í hverja skolun.

Minna jarðrask og gröftur

Þar sem safntankurinn er lokaður þarf ekki að útbúa siturlögn með tilheyrandi kostnaði og umstangi.

Sett_Heimasida_Juli_2020.png

Sogsalernin sjálf eru smekkleg og til í mörgum útfærslum, bæði sem vegghengd og á gólf.

 

Hægt er að fá upphitaða setu.

Vacuumarator™ undirþrýstings­dælurnar frá Jets™ eru lykillinn að gæðum Jets sogsalernis­kerfanna. Dælurnar framkvæma þrjár aðgerðir samtímis - mynda sog, mala skólp og flytja úrgang.

Dælurnar eru þekktar fyrir áreiðanleika og mikil gæði.

Með notkun safntanka í stað rotþróa má, oft á tíðum, losna við mikinn kostnað, umstang og gröft vegna siturlagna. Jets framleiðir safntanka sem við bjóðum með kerfunum en einnig er mögulega hægt að nota safntanka og jafnvel rotþrær frá söluaðilum á Íslandi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Frárennslislagnir eru 50mm í stað hefðbundinna 100mm lagna. Lagnaleiðir geta verið með ýmsu móti og því auðvelt að koma þeim fyrir, bæði í nýju og eldra húsnæði. Ekki er nauðsynlegt að hafa hefðbundinn vatnshalla á lögnunum og því geta þær farið upp með veggjum og úr kjallara eða rýmum sem eru neðar en safntankur hússins.

Jets_Skyringamynd_Heimasida_Juli_2020_1.
Jets fráveitukerfið
Jets_Skyringamynd_Heimasida_Juli_2020_2.
Eldra rotþróar og siturlagnakerfi
bottom of page